Um okkur sjálf

Midholt

Við búum í Miðholti og byggðum tvö sumarhúsin 2008 og það þriðja 2014. Rétt hjá okkur er bærinn Kolviðarnes, þar er myndarlegur búskapur með kýr, kindur, hesta og silki-hænur.

Á svæðinu er mikið af fallegum og áhugaverðum stöðum til að skoða. Hestaferðir eru vinsælar á Löngufjörum og margir gista hjá okkur á leið vestur á land. Náttúran er afar fjölbreytt, jöklasýn frábær og fuglalíf mikið. Allir hafa gaman af að ganga í fjörunni því hún er mjög sérstök. Oft fylgjumst við með örnum á svæðinu og svo er mikill fjöldi sjófugla alls staðar.

Við vonum að á ferð um Snæfellsnes verði Fjaran fyrir valinu með gistingu og við munum kappkosta að gera dvöl gesta okkar sem ánægjulegasta.

Helga Guðbjartsdóttir

 

HomeHome